4. útgáfa til baka
5. september 2019

ég yrki til móður
jarðar,
   guð fyrirgefi mér.

hver er ég til að yrða á þig
   hver erum við til að trufla þína heilögu sýn
   með okkar eigin

er þetta þinn gjörningur?
er þetta þinn réttur?
skiptir það máli?

við ræðum við hvert annað eins og þú sért ekki við,
eins og við séum ekki dansandi á lifandi líkama,
sem gefur okkur, af einskærri ást, pláss til þess

Varst þú aðspurð um mína
tilvist? var hún fyrir slysni?

skiptir það máli?

ég yrki til móður
jarðar,
   guð fyrirgefi mér.

hver er ég til að yrða á þig
   hver erum við til að trufla þína heilögu sýn
   með okkar eigin

er þetta þinn gjörningur?
er þetta þinn réttur?
skiptir það máli?

við ræðum við hvert annað eins og þú sért ekki við,
eins og við séum ekki dansandi á lifandi líkama,
sem gefur okkur, af einskærri ást, pláss til þess

Varst þú aðspurð um mína
tilvist? var hún fyrir slysni?

skiptir það máli?
Móðir náttúra

Móðir vor
þú sem ert allt um kring
gef oss í dag vora daglegu sólarupprás
og fyrirgef oss vor náttúruspjöll
svo sem vér og fyrirgefum
hvert öðru.
Eigi leið þú oss í ógöngur
heldur leiðbein okkur
á rétta braut
því að þitt er lífríkið
náttúran og dýrðin
að eilífu
alltaf.


vonandi.